Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 13. júní 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 8. umferð - Þarf ekki að segja meira en það
Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Bryndís Arna Níelsdóttir, sóknarmaður Vals.
Bryndís Arna Níelsdóttir, sóknarmaður Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Búin að skora meira en hún gerði í fyrra.
Búin að skora meira en hún gerði í fyrra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir, sóknarmaður Vals, er auðvitað leikmaður umferðarinnar í Bestu deild kvenna eftir að hafa skorað þrennu í 5-0 sigri á Tindastóli í gær.

Þetta er í fyrsta sinn í sumar þar sem leikmaður í Bestu deild kvenna skorar þrennu.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val

„Þrenna og stoðsending að auki. Þarf sennilega ekki að segja meira en nákvæmlega bara það. Var stórkostleg í kvöld," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Bryndís ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn og sagði þá: „Það er alltaf stefnan að reyna að vera markahæst, ég er náttúrulega striker og vil skora mörk. Mér finnst sjálfstraustið vera mjög hátt núna og ég ætla bara að halda áfram að spila eins og ég er að gera og þá getur þetta ekki klikkað, held ég."

Bryndís, sem er fædd árið 2003, er á sínu öðru tímabili með Val en hún er uppalin hjá Fylki. Hún er nú þegar búin að skora meira en hún gerði í fyrra, en þá skorað hún fjögur mörk í tólf leikjum. Hún er núna búin að gera sex mörk í átta leikjum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik Vals og Tindastóls frá því í gær.


Bryndís Arna: Það er alltaf stefnan að reyna að vera markahæst
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner