Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 11. maí 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkust í 3. umferð - Langbest í stærsta leiknum
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
Gunnhildur Yrsa.
Gunnhildur Yrsa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var besti leikmaður 3. umferð Bestu deildar kvenna að mati Fótbolta.net. Hún er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn

Gunnhildur var best á vellinum þegar Stjarnan heimsótti Þrótt í Laugardalnum í stórleik umferðarinnar. Jafntefli varð niðurstaðan í leiknum. Gunnhildur lagði upp mark Stjörnunnar á Jasmín Erlu Ingadóttur á 40. mínútu.

„Eins og þruma úr heiðskíru lofti! Þróttarar voru búnir að vera betri aðilinn seinustu 20 mínúturnar en síðan koma Stjörnukonur boltanum á Gunnhildi sem kemur með geggjaða sendingu á Jasmín. Jasmín er þá skyndilega komin ein á móti Írisi og klárar færið með glæsibrag!" skrifaði Sölvi Haraldsson í textalýsingu frá leiknum.

Í skýrslunni skrifaði svo Sölvi eftirfarandi um Gunnhildi:

„Var bara frábær á miðsvæðinu eins og alltaf. Átti líka stórkostlega sendingu á Jasmín í marki Stjörnunnar í leiknum. Meiddist eitthvað í ristinni í seinni hálfleik en harkaði í gegnum leikinn og steig valla feilspor í kvöld. Gunnhildur fær að vera maður leiksins því hún var langbesti leimaðurinn inn á vellinum í kvöld og án hennar hefðu Stjörnukonur tapað leiknum."

Gunnhildur gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið og lauk þar með hennar atvinnumannaferli erlendis. Sá ferill hófst eftir tímabilið 2012. Hún á að baki 100 landsleiki og nýtist reynsla hennar Stjörnuliðinu vel.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Heimavöllurinn: 5 spor, olnbogar og Ziemer screamer
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner