banner
   fim 08. júní 2023 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 7. umferð - Hrokkin í gang
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik á síðasta tímabili.
Í leik á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, er sterkasti leikmaður sjöundu umferðar Bestu deildar kvenna.

Hún fór á Sauðárkrók með liði sínu og skoraði þar tvö mörk í góðum 1-3 sigri. Þetta eru fyrstu mörkin sem Olla, eins og hún er kölluð, skorar í sumar.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn

„Olla er búin að bíða spennt eftir að komast á blað og setur tvö í þessum leik," sagði Mist Rúnarsdóttir í Heimavellinum í gær þegar rætt var um sigur Þróttar á Tindastóli.

„Ég held að þetta geti verið mjög mikilvægt. Ég held svo mikið með henni og ég vona að þetta opni flóðgáttir svo hún fari að raða inn," sagði Elíza Gígja Ómarsdóttir í þættinum.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var spurður út í það fyrir stuttu hvort hann hefði áhyggjur af því að Olla væri ekki að skora en hann sagðist ekki hafa áhyggjur og hrósaði henni fyrir frammistöðu sína þótt hún væri ekki að skora

Olla, sem er fædd árið 2003, skoraði fjögur mörk í átta deildarleikjum í fyrra en hún spilaði sína fyrstu A-landsleiki í febrúar síðastliðnum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan þar sem umgjörðin var gerð upp.
Heimavöllurinn: Það þarf að þora til að skora
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner