Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 17. maí 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 4. umferð - Samvinna sem er ótrúleg
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, er leikmaður fjórðu umferðar Bestu deildar kvenna hér á Fótbolta.net. Hún átti stórgóðan leik þegar Þór/KA vann 2-0 sigur gegn Breiðabliki og skellti sér á topp deildarinnar um leið.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi

Sandra skoraði bæði og lagði upp þegar Þór/KA vann Breiðablik nokkuð óvænt. Hún hafði fengið þungt högg í leiknum á undan en lét það ekki stoppa sig.

„Sandra María og Hulda Ósk voru frábærar í sóknarleiknum en eg set þetta á Söndru. Frábær stoðsending í fyrsta markinu og skoraði gríðarlega sterkt mark sem gerði út um leikinn," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í skýrslu sinni frá leiknum þegar hann valdi besta leikmann vallarins. Bæði Sandra og Hulda Ósk hafa farið frábærlega af stað og eru búnar að vera þrisvar í liði umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

„Þessi samvinna á milli Söndru Maríu og Huldu er ótrúleg," sagði Mist Rúnarsdóttir í Heimavellinum en þær voru ansi öflugar á köntunum gegn Breiðabliki.

Sandra, sem er 28 ára, hefur komið gríðarlega vel til baka eftir barnsburð. Hún var í síðasta landsliðhóp og er klárlega einn besti leikmaðurinn í deildinni.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
Heimavöllurinn: Stuð, stemmning og rafmagnaður Húsvíkingur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner