Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   fös 02. júní 2023 16:53
Fótbolti.net
Sterkust í 6. umferð - Á alltaf að byrja alla leiki
Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Málfríður Anna Eiríksdóttir.
Málfríður Anna Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málfríður Anna Eiríksdóttir er sterkasti leikmaður 6. umferðar Bestu deildar kvenna hjá Fótbolta.net. Hún átti stórleik er Valur vann 1-2 sigur á Þrótti í toppbaráttuslag.

Málfríður virðist geta leyst allar stöður á vellinum en í leiknum gegn Þrótti spilaði hún sem djúpur miðjumaður. Hún vann þar baráttuna gegn Katie Cousins, sem er einn allra besti leikmaður deildarinnar.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu

„Hún lokaði sköpunargáfur Þróttara að mestu. Hún getur brugðið sér í allra kvikinda líki, hún leysir allt sem hún er beðin um að gera," sagði Mist Rúnarsdóttir þegar rætt var um Málfríði í Heimavellinum.

„Hún hafði ansi góðar gætur á einum hæfileikaríkasta leikmanni deildarinnar, Katie Cousins."

„Það er ótrúlega gott að hafa Málfríði. Þú vilt vera með þennan leisktjórnanda í Láru Kristínu og hafa iðnaðarkonu við hliðina á henni. Adda var það í fyrra og Hanna Kallmaier átti að vera sá leikmaður, en hún meiðist illa og verður ekkert meira með. Það er svekkjandi en þá ertu með Málfríði sem getur komið inn og reddað þessum málum," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í þættinum.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn þar sem Málfríður kemur inn og reddar málunum þegar stór póstur meiðist. Mér finnst það aðdáunarvert," sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir en það var rætt um það að Málfríður gæti tekið að sér þetta hlutverk á miðsvæðinu hjá Val í sumar.

„Hún á alltaf að byrja alla leiki og mér er alveg sama hvar hún spilar," sagði Mist en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Heimavöllurinn: Línudans, eldræður og skjálfti á Suðurlandi
Athugasemdir
banner
banner