Katie Cousins (Þróttur R.)
Katie Cousins er leikmaður 14. umferðar í Bestu deild kvenna að mati Fótbolta.net. Katie átti frábæran leik þegar Þróttur vann 0-4 stórsigur gegn Þór/KA á Akureyri.
Hún vann harða baráttu við Bryndísi Örnu Níelsdóttur um að vera leikmaður umferðarinnar. Með því að smella hérna er hægt að sjá lið umferðarinnar.
Hún vann harða baráttu við Bryndísi Örnu Níelsdóttur um að vera leikmaður umferðarinnar. Með því að smella hérna er hægt að sjá lið umferðarinnar.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 4 Þróttur R.
Sjá einnig:
Í flest skallaeinvígi þrátt fyrir að vera ein sú lágvaxnasta í deildinni
„Skoraði og átti þátt í öðrum mörkum liðsins, og hefði hæglega getað gert fleiri. Lífleg í sóknarleiknum," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í skýrslu sinni frá leiknum fyrir norðan.
Katie skoraði eitt mark í leiknum og kom að öðrum í þessum mikilvæga sigri Þróttar, en liðið er núna aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.
Katie lék með Þrótti sumarið 2021 en var ekki með í fyrra þar sem hún fór heim til Bandaríkjanna. Hún ákvað að koma aftur í Laugardalinn þar sem hérna líður henni vel, en hún var einn besti leikmaður deildarinnar þegar hún spilaði hér síðast. Í sumar hefur hennar leikur farið stígandi.
„Það er frábært að vera komin til baka. Ég naut þess mikið þegar ég var hérna síðast. Ég elskaði liðið og samfélagið í kringum liðið. Ég var mjög þakklát að fá tækifæri til að koma aftur," sagði Katie í viðtali við Fótbolta.net fyrir nokkru síðan.
„Lífið hérna er gott og samfélagið í kringum Þrótt er stórkostlegt. Ég nýt þess mikið að vera hérna."
Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Sterkust í 12. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir