Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 31. júlí 2023 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 14. umferð - Þakklát að fá tækifæri til að koma aftur
Katie Cousins (Þróttur R.)
Katie í leik með Þrótti.
Katie í leik með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katie í leik með Þrótti.
Katie í leik með Þrótti.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Katie Cousins er leikmaður 14. umferðar í Bestu deild kvenna að mati Fótbolta.net. Katie átti frábæran leik þegar Þróttur vann 0-4 stórsigur gegn Þór/KA á Akureyri.

Hún vann harða baráttu við Bryndísi Örnu Níelsdóttur um að vera leikmaður umferðarinnar. Með því að smella hérna er hægt að sjá lið umferðarinnar.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  4 Þróttur R.

Sjá einnig:
Í flest skallaeinvígi þrátt fyrir að vera ein sú lágvaxnasta í deildinni

„Skoraði og átti þátt í öðrum mörkum liðsins, og hefði hæglega getað gert fleiri. Lífleg í sóknarleiknum," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í skýrslu sinni frá leiknum fyrir norðan.

Katie skoraði eitt mark í leiknum og kom að öðrum í þessum mikilvæga sigri Þróttar, en liðið er núna aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Katie lék með Þrótti sumarið 2021 en var ekki með í fyrra þar sem hún fór heim til Bandaríkjanna. Hún ákvað að koma aftur í Laugardalinn þar sem hérna líður henni vel, en hún var einn besti leikmaður deildarinnar þegar hún spilaði hér síðast. Í sumar hefur hennar leikur farið stígandi.

„Það er frábært að vera komin til baka. Ég naut þess mikið þegar ég var hérna síðast. Ég elskaði liðið og samfélagið í kringum liðið. Ég var mjög þakklát að fá tækifæri til að koma aftur," sagði Katie í viðtali við Fótbolta.net fyrir nokkru síðan.

„Lífið hérna er gott og samfélagið í kringum Þrótt er stórkostlegt. Ég nýt þess mikið að vera hérna."

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Sterkust í 12. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner