Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll)
Aldís María Jóhannsdóttir er leikmaður umferðarinnar í Bestu deild kvenna eftir að hafa spilað afar vel í 4-1 sigri gegn ÍBV í fallbaráttuslag.
Aldís María skoraði tvö af mörkum Tindastóls í leiknum og fór fyrir sínu liði.
Aldís María skoraði tvö af mörkum Tindastóls í leiknum og fór fyrir sínu liði.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 15. umferðar - Býsna sterk hálftíma innkoma
„Tvö mörk sem voru bæði uppskeran af virkilega góðum hlaupum. Tók mörg góð hlaup og gerði vel að koma sér í fín færi," sagði Laufey Harðardóttir í skýrslu sinni frá leiknum.
Aldís María, sem er fædd árið 2001, hefur spilað 14 leiki í Bestu deildinni í sumar og skorað þrjú mörk. Hún lék í yngri flokkunum með Þór en hefur verið hjá Tindastóli frá 2020.
Tindastóll er eftir þennan sigur ekki lengur í fallsæti en liðið er með 14 stig í sjöunda sæti, einu stigi frá fallsvæðinu.
Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
12. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
14. umferð - Katie Cousins (Þróttur R)
Athugasemdir