Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 13. október 2019 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Argentína skoraði sex mörk gegn Ekvador
Leandro Paredes fagnar marki sínu í kvöld
Leandro Paredes fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Getty Images
Argentína 6 - 1 Ekvador
1-0 Lucas Alario ('20 )
2-0 Jhon Espinoza ('27, sjálfsmark )
3-0 Leandro Paredes ('32, víti )
3-1 Angel Mena ('49 )
4-1 German Pezzella ('66 )
5-1 Nicolas Dominguez ('82 )
6-1 Lucas Ocampos ('86 )

Argentínska landsliðið vann Ekvadór 6-1 er liðin mættust í vináttuleik í dag en leikurinn fór fram á Estadio Manuel Martínez Valero leikvanginum á Spáni.

Það vantaði marga öfluga leikmenn í lið Argentínu en það virtist ekki hafa nein áhrif á liðið. Lucas Alario kom Argentínumönnum yfir á 20. mínútu áður en Jhon Espinoza kom knettinum í eigið net sjö mínútum síðar.

Leandro Paredes, leikmaður Paris Saint-Germain, gerði þriðja mark Argentínu úr vítaspyrnu áður en Angel Mena minnkaði muninn. Þá bættu þeir German Pezzella, Nicolas Dominguez og Lucas Ocampos við þremur mörkum og 6-1 sigur staðreynd.

Lið Argentínu: Marchesín; Foyth, Pezzella, Kannemann, Acuña; Nicolás González, De Paul, Paredes, Ocampos; Alario, Lautaro Martínez.

Lið Ekvador: Ortiz; Espinoza, Aimar, Arreaga, Estupiñán; Cifuentes, Méndez; Plata, Sornoza, Castillo; Estrada
Athugasemdir
banner
banner