Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. október 2021 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lucas Hernandez dæmdur í sex mánaða fangelsi
Mynd: Getty Images
Lucas Hernandez hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi af dómstól í Madríd í dag. Hernandez er leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi og varð heimsmeistari með Frakklandi árið 2018.

Hernandez og þáverandi kærasta hans og nú eiginkona voru af dómara í Madríd dæmd í nálgunarbann frá hvort öðru eftir deilur þeirra á milli úti á götu árið 2017. Hernandez á að hafa beitt kærustu sína ofbeldi og urðu skemmdir á munum í kringum parið.

Parið hunsaði nálgunarbannið og fóru saman í brúðkaupsferð til Bahamas. Auk nálgunarbannsins áttu þau að sinna samfélagsþjónustu í 31 dag eftir uppákomuna. Hernandez var handtekinn eftir brúðkaupsferðina, gisti eina nótt í fangelsi en svo sleppt lausum í kjölfarið.

Lögfræðingar Hernandez áfrýjuðu upphaflegu niðurstöðu dómarans en þeirri áfrýjun var hafnað. Leikmaðurinn á yfir höfði sér sex mánaða fangelsisdóm fyrir að hunsa nálgunarbannið og skipunina að sinna samfélagsþjónustu. Þeirri niðurstöðu hefur Hernandez áfrýjað.

Hernandez er gert að mæta fyrir rétt á Spáni þann 19. október og hefur eftir það tíu daga til að mæta sjálfviljugur í fangelsi. Samkvæmt heimildum AS þá vissi Bayern Munchen ekki af þessu máli fyrr en í dag þó Hernandez hafi verið látinn vita af þróun mála fyrir talsverðu síðan.

Bayern og Hernandez vildu ekki tjá sig um málið þegar Reuters óskaði eftir viðbrögðum varðandi málið.
Athugasemdir
banner
banner