Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 13. október 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Clarke: Strákarnir geta gengið stoltir af velli
Mynd: EPA
Steve Clarke landsliðsþjálfari Skotlands svaraði spurningum eftir tap gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í gær.

Skotar töpuðu 2-1 og eru án stiga eftir þrjár umferðir. Þeir héldu að þeir hefðu gert jöfnunarmark á síðustu sekúndum leiksins en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu eftir athugun í VAR-herberginu

„Við erum ótrúlega svekktir eftir að hafa komist í vímu við að jafna leikinn en svo var það tekið af okkur með VAR. Við áttum skilið að fá stig úr þessum leik. Við spiluðum mjög flottan leik og á öðru kvöldi hefðum við fengið meira út úr þessum leik. Við erum á réttri braut, ef við viljum ná í stig þurfum við bara að halda áfram að trúa," sagði Clarke, sem var án 12 leikmanna vegna meiðsla.

„Við gáfum þeim góðan leik í dag og strákarnir geta gengið stoltir af velli. Við vorum að spila gegn mjög gæðamiklum andstæðingum og við þurfum núna að byggja á þessari frammistöðu. Á einhverjum tímapunkti byrja hersluatriðin að detta með okkur, það þarf ekki mikið til að við byrjum að sigra."

Skotar taka á móti stjörnum prýddu liði Portúgala í næstu umferð. Portúgal trónir á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner