Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. nóvember 2019 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Man City kvartar yfir frammistöðu Oliver
Michael Oliver í leiknum hjá Liverpool og Manchester City
Michael Oliver í leiknum hjá Liverpool og Manchester City
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur lagt fram formlega kvörtun vegna frammistöðu Michael Oliver í 3-1 tapinu gegn Liverpool um helgina en þetta kemur fram á Daily Mail í kvöld.

City var afar óæanægt með frammistöðu enska dómarans en það gerðist margt umdeilt í leiknum.

City vildi fá vítaspyrnu í aðdraganda fyrsta marksins sem Fabinho skoraði en Trent Alexander-Arnold handlék þar knöttinn innan teigs áður en Liverpool skoraði í næstu sókn.

Þá vildi liðið aftur fá eitthvað fyrir sinn snúð undir lok leiksins og var Pep Guardiola, stjóri City, afar ósáttur með dómaratríóið. Eftir leik þakkaði hann dómurum kærlega fyrir leikinn en þó á afar kaldhæðnislegan hátt.

Nú hefur City lagt fram formlega kvörtun til Mike Riley sem er yfirmaður dómara á Englandi.

Farið verður yfir frammistöðu VAR í ensku úrvalsdeildinni á morgun en þar verður útskýrt og greint frá að VAR hefur náð góðum árangri til þessa í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner