
Slúðurpakkinn er í boði Powerade og er það BBC sem tekur saman það helsta í erlendu slúðri.
Manchester City hefur áhuga á Reece James (23) varnarmanni enska landsliðsins og Chelsea. City horfir í James sem arftaka fyrir Kyle Walker sem er 33 ára. (Independent)
Félög í Sádi-Arabíu eru til í að greiða um 100 milljónir evra til að fá Bruno Fernandes (29) frá Manchester United. (Fichajes)
Alphonso Davies (23) bakvörður Bayern Munchen er áfram skotmark Real Madrid fyrir næsta sumarglugga. (Fabrizio Romano)
Liverpool og Tottenham þurfa að greiða allt að 30 milljónir punda fyrir Lloyd Kelly (25) til að fá miðvörðinn frá Bournemouth í janúar. (Football Insider)
Inter hefur áhuga á Winsley Boteli (17) sóknarmanni Gladbach. Everton horfir einnig til Svisslendingsins. (Inter Milan Live)
Gabriel Moscardohas (18) miðjumaður Corinthians í Brasilíu hefur verið orðaður við Arsenal. Chelsea reyndi að fá hann í sumar. (Metro)
Liverpool hefur sent njósnara til Leeds nokkrum sinnum til að fylgjast með miðjumanninum Archie Gray (17). (Caught Offside)
Nico Williams (21) kantmaður Athletic Bilbao vill ekki fara frá félaginu og mun framlengja við félagið. Það mun gera Aston Villa erfiðara fyrir að krækja í kappann í janúar. (Birmingham Live)
Barcelona hefur áhuga á Wilfred Ndidi (26) miðjumanni Leicester. Samningur hans rennur út næsta sumar. (Sky Sports)
Getafe vill framlengja lánssamninginn við Mason Greenwood (22) sem er á láni frá Manchester United. Lánssamningurinn gildir út tímabilið. (Sun)
Sir Jim Ratcliffe, sem á Nice í Frakklandi og er að eignast hlut í Manchester United, hefur áhuga á því að fá Rooney Bardghji til franska félagsins. Chelsea, Newcastle og Crystal Palace hafa einnig áhuga á Svíanum. (Sun)
Ratcliffe er að nálgast kaup á 25% hlut í Manchester United og fyrir það greiðir hann um 1,3 milljarða punda. (Mail)
Napoli er við það að reka stjórann Rudi Garcia. Igor Tudor, Fabio Cannavaro og Walter Mazzarri eru mögulegir kostir til að taka við. (Football Italia)
Cesc Fabregas er að taka við sem þjálfari Como á Ítalíu. Það yrði hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. (Fabrizio Romano)
Chelsea hefur áhuga á því að fá inn framherja í janúar þrátt fyrir að Nicolas Jackson (22) hafi skorað fjögur mörk í síðustu tveimur úrvalsdeildarleikjum. (Football Insider)
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að hann myndi aldrei koma í veg fyrir að leikmenn sem vilja fara geti farið þó að samkeppnisaðili vilji fá leikmanninn. Kalvin Phillips (27) er á óskalista Liverpool og Newcastle. (Talksport)
Arsenal gæti boðið Aston Villa Emile Smith Rowe (23) og ákveðna upphæð til að fá Douglas Luiz (25) frá Villa. (Football.London)
Athugasemdir