Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 13. nóvember 2023 15:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan sagði upp samningnum við Halla Björns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Haraldur Björnsson kom ekkert við sögu á liðnu tímabili vegna meiðsla. Fótbolti.net ræddi við kappann í dag en hann var nýbúinn í aðgerð. Hann hafa glímt við meiðsli á mjöðm sem hefur haldið honum frá vellinum. Halli ræddi um meiðsli sín í viðtalinu sem birt verður í heild sinni síðar í dag.

„Ég mun fylgja leiðbeiningum frá lækni," sagði Halli aðspurður hvort hann vissi hvenær hann mætti fara að æfa aftur.

Hann er ekki viss hvar framtíðin liggur þar sem samningi hans var sagt upp á dögunum. Markvörðurinn átti eitt ár eftir af samningnum sínum við Stjörnuna en Stjarnan sagði honum upp á dögunum og Halli því án félags sem stendur.

Hann ætlar sér að snúa aftur á völlinn. „Það verður bara að koma í ljós hvar það verður."

Eru það vonbrigði að Stjarnan sagði upp samningnum? „Ég átti eitt ár eftir, síðasta ár var sjöunda árið í Stjörnunni og auðvitað eru það vonbrigði að samningum sé sagt upp."

„Mér leið einstaklega vel í Stjörnunni,"
sagði Halli.

Hann er 34 ára og gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2017 eftir tímabil hjá Lilleström. Hann var aðalmarkvörður Stjörnunnar tímabilin 2017-2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner