Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. janúar 2021 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Brands staðfestir að James Rodriguez kom á frjálsri sölu
Mynd: Getty Images
Kólumbíski sóknartengiliðurinn James Rodriguez gekk í raðir Everton fyrir tímabilið og hefur verið frábær hingað til.

Talað var um að Everton hafi greitt rúmar 20 milljónir punda fyrir James en Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, staðfestir að það sé ekki rétt. Brands segir að James hafi komið til Everton á frjálsri sölu.

Umrædd upphæð, 20 milljónir punda, er það sem James mun þéna á dvöl sinni hjá Everton.

James er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð en möguleiki er á eins árs framlengingu.

James er 29 ára gamall og hefur spilað fyrir FC Bayern, Porto og Mónakó auk Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner