Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. janúar 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp þreyttur á blaðamanni Mirror - „Ég er ekki hrifinn af svona spurningum"
Mynd: EPA
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, var ekkert sérstaklega hrifinn af spurningu blaðamanns eftir markalausa jafnteflið gegn Arsenal í enska deildabikarnum í gær en það snéri að þeim Sadio Mane og Mohamed Salah.

Báðir leikmenn eru fjarverandi þennan mánuðinn þar sem þeir spreyta sig í Afríkukeppninni með Egyptalandi og Senegal.

Bæði lið eru öflug og gætu náð langt í keppninni en henni lýkur í febrúar og því ljóst að Liverpool gæti verið án þeirra í mörgum mikilvægum leikjum.

Dave Maddock hjá Mirror spurði Klopp út í Mane og Salah og hvort hann sakni þeirra, þá sérstaklega eftir að hafa gert markalaust jafntefli en svör hans voru dræm.

„Nefndu mér eitt lið sem myndi ekki sakna Sadio Mane, Mo Salah og Naby Keita Við höfum vitað þetta í mörg ár að þetta gæti gerst. Gátum við verið undirbúnari fyrir þetta? Ég held ekki."

Hann var einnig spurður út í samningaviðræður við Salah en Egyptinn hefur rætt um að þetta sé í höndum Liverpool. Klopp hefur áður sagt að viðræðunum miðar áfram en hann er orðinn pirraður á þessum spurningum.

„Ég er ekki hrifinn af því þegar blaðamenn spyrja svona spurninga og hafa áhyggjur af samningsstöðu leikmanna sem hefur ekkert með þennan fótboltaleik að gera." sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner