Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. janúar 2022 22:00
Victor Pálsson
„Man Utd þarf að vera topp eitt, ekki topp þrjú"
Mynd: EPA
Manchester United getur ekki sætt sig við að vera annað eða þriðja besta lið Englands að sögn fyrrum leikmanns félagsins, Wayne Rooney.

Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Man Utd í ensku úrvalsdeildinni en hann starfar í dag sem þjálfari Derby County.

Man Utd hefur verið í töluverðri lægð síðustu ár en síðasti deildarmeistaratitill liðsins kom árið 2013.

Rooney þekkir það vel að vinna titla með félaginu sem situr í dag í sjöunda sæti deildarinnar.

„Manchester United þarf að vera topp eitt, ekki topp þrjú. Það er það sem stuðningsmennirnir heimta frá þér og það sem félagið heimtar," sagði Rooney.

„Auðvitað eru þeir að ganga í gegnum erfiða tíma en ekki misskilja hlutina, þetta er félag sem þarf að vinna stóru titlana."

„Þeir þurfa að vinna titla og það er pressan sem fylgir því að spila og vinna fyrir Manchester United. Þeir þurfa að komast aftur þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner