Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Retegui bjargaði stigi í afar fjörugum slag gegn Juventus
Mynd: Juventus
Mynd: Getty Images
Atalanta 1 - 1 Juventus
0-1 Pierre Kalulu ('54 )
1-1 Mateo Retegui ('78 )

Atalanta og Juventus áttust við í toppbaráttu ítalska boltans í kvöld og úr varð skemmtilegur slagur. Staðan var markalaus eftir nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn bauð upp á mikla skemmtun.

Varnarmaðurinn Pierre Kalulu tók forystuna fyrir Juventus snemma í síðari hálfleik eftir góða fyrirgjöf frá Weston McKennie.

Bæði lið fengu góð færi í afar opnum síðari hálfleik og var Mateo Retegui skipt inn á völlinn á 65. mínútu. Tæpum stundarfjórðungi síðar skoraði hann jöfnunarmarkið fyrir Atalanta.

Bæði lið fengu færi til að krækja sér í sigur en mistókst að skora svo lokatölur urðu 1-1.

Atalanta er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir þriðja jafnteflið sitt í röð, með 43 stig eftir 20 umferðir - fjórum stigum á eftir toppliði Napoli.

Juve var að gera sitt þrettánda jafntefli á deildartímabilinu og eru lærisveinar Thiago Motta áfram þeir einu sem eru án taps eftir 20 umferðir.

Juve er í fimmta sæti með 34 stig, 13 stigum frá toppsætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner