Christopher Nkunku, sóknarmaður Chelsea, hefur náð persónulegu samkomulagi við Bayern München. Þetta segja fjölmiðlar í Þýskalandi.
Bayern vonast til að krækja í hinn 27 ára gamla Nkunku í þessum mánuði.
Bayern vonast til að krækja í hinn 27 ára gamla Nkunku í þessum mánuði.
Franski landsliðsmaðurinn hefur skorað 13 mörk fyrir Chelsea á tímabilinu en aðeins tvö þeirra hefur komið í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki fengið stóra rullu í deild þeirra bestu á Englandi en verið mikið notaður í bikar og Sambandsdeildinni.
Nkunku lék í Þýskalandi með RB Leipzig áður en hann gekk í raðir Chelsea sumarið 2023. Á síðasta tímabili sínu fyrir Leipzig gerði hann 23 mörk í 36 leikjum.
Chelsea hefur áhuga á því að fá Mathys Tel frá Bayern og spurning hvort liðin skipti á leikmönnum.
Athugasemdir