Víkingur R. 2 - 5 KR
0-1 Óðinn Bjarkason ('11)
0-2 Aron Sigurðarson ('15)
0-3 Óðinn Bjarkason ('26)
1-3 Daníel Hafsteinsson ('35)
1-4 Jóhannes Kristinn Bjarnason ('39)
2-4 Jóhann Kanfory Tjörvason ('68)
2-5 Jóhannes Kristinn Bjarnason ('72)
Rautt spjald: Halldór Smári Sigurðsson, Víkingur ('78)
0-1 Óðinn Bjarkason ('11)
0-2 Aron Sigurðarson ('15)
0-3 Óðinn Bjarkason ('26)
1-3 Daníel Hafsteinsson ('35)
1-4 Jóhannes Kristinn Bjarnason ('39)
2-4 Jóhann Kanfory Tjörvason ('68)
2-5 Jóhannes Kristinn Bjarnason ('72)
Rautt spjald: Halldór Smári Sigurðsson, Víkingur ('78)
Víkingur R. tók á móti KR í eina leik kvöldsins í Reykjavíkurmótinu og voru fimm mörk skoruð í fyrri hálfleiknum. Bæði lið mættu með ung byrjunarlið til leiks og skópu KR-ingar þægilegan sigur.
Meistaraflokkur Víkings er að snúa aftur úr fríi og líkt og í fyrstu umferð Reykjavíkurmótsins var lið þeirra að mestu skipað strákum úr 2. flokki og þjálfari flokksins, Aron Baldvin Þórðarson, stýrði liðinu.
Stígur Diljan Þórðarson var í liði Víkings en hann var að koma að utan og var því ekki með leikheimild. Víkingi hefði því alltaf verið dæmdur ósigur ef liðið hefði ekki tapað
Aron Sigurðarson skoraði eitt fyrir KR á milli tveggja marka frá Óðni Bjarkasyni á fyrsta hálftíma leiksins, áður en Daníel Hafsteinsson minnkaði muninn fyrir heimamenn.
Jóhannes Kristinn Bjarnason innsiglaði sigur KR á 39. mínútu og var ekki skorað meira í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum skoruðu liðin sitthvort markið og KR vann 5-2.
KR er því með sex stig eftir tvær fyrstu umferðir Reykjavíkurmótsins en Víkingur er án stiga.
Athugasemdir