Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur skrifað undir samning við Amazon Prime Video.
Amazon hefur nú leyfi til að framleiða heimildarþætti um líf franska landsliðsmannsins.
Myndin mun veita einstaka innsýn inn í líf Pogba innan sem utan vallar. Þættirnir verða sýndir á næsta ári.
„Við erum hæstánægð að fara í samstarf við Pogba sem er einn mest áberandi leikmaður síns tíma," sagði Georgia Brown, yfirmaður hjá Amazon.
Athugasemdir