Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. maí 2019 18:46
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn City sungu ljóta útgáfu af 'Allez, allez, allez'
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City varð enskur deildarmeistari annað árið í röð eftir sigur gegn Brighton í lokaumferð tímabilsins. Leikmenn voru hoppandi kátir með sigurinn og birtust fjölmörg myndbönd af fögnuðinum, bæði úr klefanum eftir leik og liðsrútunni á leið heim.

Í einu myndbandinu syngja leikmennirnir lag sem gerir grín að Liverpool, þeirra helstu keppinautum á tímabilinu. Fjölmörgum stuðningsmönnum Liverpool finnst innihald lagsins niðrandi og hafa þeir látið í sér heyra á samfélagsmiðlum.

„Grátandi á pöllunum og illa farnir á götunum, Kompany meiddi Salah. Fórnarlömb þess alls. Sterling vann tvöfalt. Púlararnir unnu ekki skít. Allez, allez, allez." er texti lagsins sem er oft sungið af stuðningsmönnum og gerir meðal annars grín að tapi Liverpool gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kænugarði í fyrra.

'Illa farnir á götunum' vísar til árása sem stuðningsmenn Liverpool urðu fyrir í Kænugarði og fór sú lína fyrir brjóstið á mörgum á Twitter. Þeir tengdu línuna beint við Sean Cox, stuðningsmann Liverpool sem lenti í dái eftir að fótboltabullur frá Róm réðust að honum fyrir undanúrslitaleikinn í apríl í fyrra.

„Leikmenn City að syngja um Sean Cox sem dó næstum. Fallegt," skrifaði einn notandi á Twitter.

„Ímyndaðu þér að vinna deildina og byrja að syngja um stuðningsmann annars liðs sem dó næstum því og endaði í dái," sagði annar.

„Lag sem fjallar um meiðsli annars leikmanns og stuðningsmann Liverpool sem endaði á gjörgæslu? Þetta lag er nógu slæmt þegar stuðningsmennirnir syngja það."




Athugasemdir
banner
banner