City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fös 12. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Ítalíuslagurinn og stórleikir
Mynd: EPA
Mynd: AC Milan
Það er verulega spennandi umferð sem fer fram um helgina í efstu deild ítalska boltans. Fjörið hefst á morgun þegar Juventus tekur á móti Inter í Ítalíuslagnum svokallaða.

Þar mætast tvö af allra sigursælustu liðum síðustu áratuga í ítalskri fótboltasögu í gríðarlega eftirvæntum slag.

Eftir leikslok fer annar spennandi leikur af stað í Flórens, en Albert Guðmundsson verður ekki með í liði heimamanna. Fiorentina tekur á móti Ítalíumeisturum Napoli í viðureign sem lofar mikilli skemmtun.

Roma tekur á móti Torino snemma á sunnudaginn áður en Þórir Jóhann Helgason og félagar í liði Lecce heimsækja Atalanta til Bergamó.

Nýliðar Sassuolo taka svo á móti Lazio áður en Milan spilar við Bologna í lokaleik dagsins. Þar er um enn eina spennandi viðureign að ræða þar sem þessi tvö lið mættust í úrslitaleik ítalska bikarsins í vor og voru í harðri baráttu um sæti í Evrópu.

Bologna hafði betur í úrslitaleiknum og spilar Milan ekki í Evrópu í ár.

Að lokum eiga Verona og Como heimaleiki gegn Cremonese og Genoa á mánudaginn.

Laugardagur
13:00 Cagliari - Parma
16:00 Juventus - Inter
18:45 Fiorentina - Napoli

Sunnudagur
10:30 Roma - Torino
13:00 Pisa - Udinese
13:00 Atalanta - Lecce
16:00 Sassuolo - Lazio
18:45 Milan - Bologna

Mánudagur
16:30 Verona - Cremonese
18:45 Como - Genoa
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 5 4 0 1 9 3 +6 12
2 Napoli 5 4 0 1 10 5 +5 12
3 Roma 5 4 0 1 5 1 +4 12
4 Juventus 5 3 2 0 9 5 +4 11
5 Inter 5 3 0 2 13 7 +6 9
6 Atalanta 5 2 3 0 10 4 +6 9
7 Cremonese 5 2 3 0 6 4 +2 9
8 Como 5 2 2 1 6 4 +2 8
9 Bologna 5 2 1 2 5 5 0 7
10 Cagliari 5 2 1 2 5 5 0 7
11 Udinese 5 2 1 2 5 8 -3 7
12 Lazio 5 2 0 3 7 4 +3 6
13 Sassuolo 5 2 0 3 7 8 -1 6
14 Parma 5 1 2 2 3 6 -3 5
15 Torino 5 1 1 3 2 10 -8 4
16 Fiorentina 5 0 3 2 3 6 -3 3
17 Verona 5 0 3 2 2 8 -6 3
18 Pisa 5 0 2 3 3 6 -3 2
19 Genoa 5 0 2 3 2 7 -5 2
20 Lecce 5 0 2 3 4 10 -6 2
Athugasemdir
banner