City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fös 12. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Hörkuslagur í Leverkusen í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bayer Leverkusen spilar við Eintracht Frankfurt í hörkuslag í kvöld en hér er um að ræða tvö af spútnik liðum síðustu tveggja tímabila í þýsku deildinni.

Frankfurt hefur farið vel af stað á nýrri leiktíð þrátt fyrir söluna á Hugo Ekitike til Liverpool í sumar. Liðið er með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar, en Leverkusen er aðeins með eitt stig og búið að reka Erik ten Hag úr þjálfarastólnum.

Morgundagurinn byrjar svo á skemmtilegum leikjum þar sem Freiburg og Stuttgart, tvö önnur spútnik lið síðustu ára, eigast við innbyrðs áður en RB Leipzig og Borussia Dortmund eiga útileiki.

Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Köln heimsækja einnig Wolfsburg í áhugaverðum leik. Köln hefur byrjað nýtt deildartímabil á tveimur sigrum og hefur Ísak farið vel af stað hjá sínu nýja félagi.

Þýskalandsmeistarar FC Bayern ljúka laugardeginum á heimavelli gegn nýliðum Hamburger SV.

St. Pauli spilar svo við Augsburg á sunnudaginn fyrir lokaleik helgarinnar í Mönchengladbach.

Föstudagur
18:30 Leverkusen - Eintracht Frankfurt

Laugardagur
13:30 Freiburg - Stuttgart
13:30 Union Berlin - Hoffenheim
13:30 Mainz - RB Leipzig
13:30 Wolfsburg - Köln
13:30 Heidenheim - Dortmund
16:30 Bayern - Hamburger

Sunnudagur
13:30 St. Pauli - Augsburg
15:30 Gladbach - Werder Bremen
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 5 5 0 0 22 3 +19 15
2 Dortmund 5 4 1 0 11 3 +8 13
3 RB Leipzig 5 4 0 1 7 7 0 12
4 Eintracht Frankfurt 5 3 0 2 17 13 +4 9
5 Stuttgart 5 3 0 2 7 6 +1 9
6 Leverkusen 5 2 2 1 10 8 +2 8
7 Köln 5 2 1 2 10 9 +1 7
8 Freiburg 5 2 1 2 9 9 0 7
9 St. Pauli 5 2 1 2 8 8 0 7
10 Hoffenheim 5 2 1 2 9 11 -2 7
11 Union Berlin 5 2 1 2 8 11 -3 7
12 Wolfsburg 5 1 2 2 7 7 0 5
13 Hamburger 5 1 2 2 2 8 -6 5
14 Mainz 5 1 1 3 5 6 -1 4
15 Werder 5 1 1 3 8 14 -6 4
16 Augsburg 5 1 0 4 8 12 -4 3
17 Heidenheim 5 1 0 4 4 10 -6 3
18 Gladbach 5 0 2 3 5 12 -7 2
Athugasemdir
banner
banner
banner