Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 14:47
Elvar Geir Magnússon
73% spá sigri Tyrklands í könnun UEFA
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu Íslands í Istanbúl í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu Íslands í Istanbúl í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 17:00 hefst leikur Tyrklands og Íslands í undankeppni EM. Tyrkjum dugir jafntefli til að innsigla sæti á EM á næsta ári.

Flestir búast við því að þeir geri gott betur en það því samkvæmt könnun á heimasíðu UEFA eru 73% sem spá sigri Tyrklands í leiknum en 18% spá íslenskum sigri.

Þegar kemur að lesendum Fótbolta.net eru fleiri sem spá íslenskum sigri. 42% spá Íslandi sigri en það eru þó fleiri sem telja að Tyrkir vinni, 44%.

Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl í dag og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.
Mun Ísland vinna Ísrael í umspilinu um EM sæti?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner