Fótbolti.net hefur fylgst vel með Lengjudeildinni í sumar. Við fengum þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja úrvalslið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig voru þjálfari ársins, besti leikmaður og efnilegasti leikmaður ársins valin.
Úrvalslið ársins 2020:
Chante Sherese Sandiford - Haukar
Laufey Harpa Halldórsdóttir - Tindastóll
Celine Rumpf - Keflavík
Bryndís Rut Haraldsdóttir - Tindastóll
Mikaela Nótt Pétursdóttir - Haukar
Jacqueline Altschuld - Tindastóll
Natasha Anasi - Keflavík
Sæunn Björnsdóttir - Haukar
Murielle Tiernan - Tindastóll
Paula Isabelle Germino Watnick - Keflavík
Vienna Behnke - Haukar
Varamenn:
Amber Kristen Michel - Tindastóll
María Dögg Jóhannsdóttir - Tindastóll
Sunna Líf Þorbjörnsdóttir - Haukar
Taylor Lynne Bennett - Afturelding
Sesselja Líf Valgeirsdóttir - Afturelding
Nadía Atladóttir - Víkingur
Þórhildur Þórhallsdóttir - Augnablik
Aðrar sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Tinna Brá Magnúsdóttir (Grótta)
Varnarmenn: Sigrún Gunndís Harðardóttir (Afturelding), Birna Kristín Björnsdóttir (Augnablik), Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir (Grótta), Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík), Jaclyn Árnason Poucel (ÍA), Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík), Dagrún Birta Karlsdóttir (Haukar), Emma Steinsen Jónsdóttir (Grótta), Elín Helena Karlsdóttir (Augnablik), Guðrún Þóra Geirsdóttir (Völsungur), Elena Brynjarsdóttir (Afturelding), Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík), Eyrún Vala Harðardóttir (Augnablik)
Miðjumenn: Bryndís Rún Þórólfsdóttir (ÍA), Rut Kristjánsdóttir (Víkingur), Kaela Lee Dickerman (Afturelding), Védís Agla Reynisdóttir (ÍA).
Sóknarmenn: Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll), Dröfn Einarsdóttir (Keflavík), Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík), Sara Montoro (Fjölnir), Stefanía Ásta Tryggvadóttir (Víkingur), Alda Ólafsdóttir (Afturelding), Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar), Tinna Jónsdóttir (Grótta), Ísafold Þórhallsdóttir (Augnablik).
Þjálfarar ársins: Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson - Tindastóll
Þeir Guðni Þór og Jón Stefán voru að ljúka sínu þriðja tímabili sem þjálfarar Tindastóls og tókst að stýra liðinu upp um tvær deildir á þeim tíma. Á fyrsta tímabili sínu með liðið vann Tindastóll 2. deild og í fyrra gerði liðið harða atlögu að því að komast upp um deild. Í ár náðist svo sögulegur árangur en Tindastóll sigraði Lengjudeildina sannfærandi og mun því leika í efstu deild að ári, í fyrsta skipti í sögu félagsins.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Gunnar Magnús Jónsson (Keflavík), John Andrews (Víkingur), Vilhjálmur Kári Haraldsson (Augnablik), Magnús Örn Helgason (Grótta).
Leikmaður ársins: Murielle Tiernan - Tindastóll
Murielle var langmarkahæst í deildinni í sumar með 25 mörk. Þetta var hennar þriðja tímabil á Íslandi og öll tímabilin hefur hún verið markahæst í sinni deild og fengið öll möguleg atkvæði í lið ársins og sem leikmaður ársins. Þrjú ár í röð! Loksins, loksins fáum við að sjá hana spila í efstu deild en hún framlengdi á dögunum samning sinn við Tindastól og tekur slaginn í Pepsi Max næsta sumar.
Aðrar sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Natasha Anasi (Keflavík)
Efnilegasti leikmaður: Mikaela Nótt Pétursdóttir - Haukar
Varnarmaðurinn ungi var í risastóru hlutverki hjá Haukum í sumar og vakti verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Mikaela er aðeins 16 ára gömul en skilur leikinn mjög vel og spilar af mikilli yfirvegun. Hún er góð í loftinu og spilar boltanum vel frá sér. Mikaela hefur þegar leikið 8 yngri landsleiki með U17, U16 og U15 landsliðum Íslands.
Aðrar sem fengu atkvæði sem efnilegasti leikmaður: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Augnablik), Emelía Óskarsdóttir (Grótta), Þórhildur Þórhallsdóttir (Augnablik), Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar), Sara Montoro (Fjölnir), Tinna Brá Magnúsdóttir (Grótta), Ísafold Þórhallsdóttir (Augnablik).
Ýmsir molar:
- Alls voru 48 leikmenn tilnefndar í lið ársins
- Murielle Tiernan fékk full hús atkvæða í lið ársins og sem leikmaður ársins
- Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Murielle er markahæst, best og í liði ársins. Fyrst í 2. deild en tvö síðustu tímabil í 1. deild.
- Natasha Anasi var einu atkvæði frá fullu húsi atkvæða í lið ársins og var í 2. sæti í kjöri á leikmanni ársins
- Þær Chante Sherese Sandiford, Murielle Tiernan og Sæunn Björnsdóttir voru allar í liði ársins í fyrra.
- Bryndís Rut Haraldsdóttir og Jacqueline Altschuld voru á bekknum í liði ársins í fyrra en komast í byrjunarliðið í ár
- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði að þessu sinni
- Tindastóll og Haukar eiga fjóra fulltrúa í liði ársins og Keflavík þrjá
- Vigdís Lilja Kristjánsdóttir var í 2. sæti í valinu á efnilegasta leikmanninum
- Það eru sex erlendir leikmenn í liði ársins og tvær á bekknum
Athugasemdir