
Það er frábært að sjá hvernig Jökull gaf honum auka 'boost' með því að leyfa honum að vera með í þessu.
Eggert Aron Guðmundsson, efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar 2023, undirbýr sig nú fyrir U21 landsleik gegn Wales í undankeppni EM. Sá leikur fer fram á fimmtudaginn.
Eggert er nítján ára og hefur verið sterklega orðaður við atvinnumennsku síðustu mánuði. Hann ákvað í haust sjálfur að hafna tilboðum frá erlendum félögum, kláraði tímabilið hjá Stjörnunni með stæl og hjálpaði liðinu að landa Evrópusæti.
Eggert er nítján ára og hefur verið sterklega orðaður við atvinnumennsku síðustu mánuði. Hann ákvað í haust sjálfur að hafna tilboðum frá erlendum félögum, kláraði tímabilið hjá Stjörnunni með stæl og hjálpaði liðinu að landa Evrópusæti.
Hann var gestur í sjónvarpsþættinum Íþróttavikan fyrir helgi og var spurður út í sína framtíð. Þar sagði hann að félög frá Skandinavíu og meginlandinu hefðu áhuga á sér.
„Ég get sagt ykkur það að það er líklegra en ekki að ég fari út í janúar," sagði miðjumaðurinn.
Markvörðurinn Haraldur Björnsson ræddi við Fótbolta.net í gær og var hann spurður út í Eggert. Þeir hafa verið liðsfélagar í Stjörnunni síðustu ár. Halli spilaði í Skandinavíu á sínum ferli, hvaða getustig telur hann Eggert geta farið á sem fyrsta skref frá Íslandi?
„Ég held að hann geti farið á mjög hátt 'level'. Hann veit það manna best sjálfur, spáir ekkert eðlilega mikið í fótbolta og hann mun klárlega kynna sér liðið sem hann velur sér. Hann mun spá í þjálfaranum, leisktíl og alls konar áður en hann velur sér næsta skref. Hann er örugglega síðasti maðurinn sem spáir í því hvort hann fái hærra borga þarna eða hinu megin. Hann er algjörlega frábær og mun eflaust fara á fínt 'level' og nýta það sem stökkpall fyrir eitthvað ennþá meira," sagði Halli.
Eggert er þekktur fyrir að vera mjög brosmildur. Er einhver sem kemst nálægt því að brosa jafnmikið og hann?
„Ég held að hann hafi bara svona gaman af hlutunum, er greinilega að njóta sín vel og sjálfstraustið er í botni. Þá er gaman að vera í fótbolta, sérstaklega þegar þú ert að tengja saman leiki, skorar mörk, vinnur og stuðningsmennirnir að syngja um mann. Krakkarnir elska hann og það er örugglega mjög gaman að vera Eggert í dag."
Eggert hefur sjálfur rætt um að hann hafi séð um föstu leikatriði Stjörnunnar í sumar.
„Hann var greinilega með mikinn áhuga á föstu leikatriðunum og hann og Jökull sátu oft lengi á skrifstofuna að spá í þessu. Maður veit ekkert hvað fór þeim á milli, en það er frábært að sjá hvernig Jökull gaf honum auka 'boost' með því að leyfa honum að vera með í þessu. Ég er ekki með tölfræði hvernig þetta gekk, en þetta gefur hópnum mikið þegar menn fá rödd og geta tjáð sig; vita að þeir geta rætt hlutina án þess að verða skotnir í kaf," sagði Halli.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir