Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. janúar 2020 16:45
Elvar Geir Magnússon
Messi: El Clasico ekki eins stór án Ronaldo
Neymar, Messi og Ronaldo.
Neymar, Messi og Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi viðurkennir að stórslagur Barcelona og Real Madrid sé ekki eins „sérstakur" eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid.

„Þegar Cristiano var hjá Real Madrid voru leikirnir alltaf mjög sérstakir. El Clasico er alltaf risaleikur en þegar Cristiano var þá voru leikirnir enn sérstakari," segir Messi.

„Sá tími er að baki núna. Við þurfum að horfa til framtíðar."

Samkeppni Messi og Ronaldo hefur verið lengi í brennidepli.

„Samanburðurinn milli okkar mun lifa áfram. Við spiluðum á sama tíma fyrir Real Madrid og Barcelona, tvö bestu lið heims."

Ronaldo yfirgaf Real Madrid 2018 og gekk í raðir Juventus.
Athugasemdir
banner
banner