Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. janúar 2022 09:31
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Íslands: Damir byrjar í sínum fyrsta landsleik
Fjórir núverandi leikmenn Breiðabliks byrja
Icelandair
Damir á landsliðsæfingu í Tyrklandi.
Damir á landsliðsæfingu í Tyrklandi.
Mynd: KSÍ
Mynd: KSÍ
Íslenska karlalandsliðið er í eldlínunni í dag en liðið spilar vináttulandsleik við Suður-Kóreu sem hefst klukkan 11:00. Þetta er annar landsleikurinn á stuttum tíma en Ísland gerði jafntefli við Úganda fyrr í vikunni.

Leikur Íslands og Suður-Kóreu er í beinni textalýsingu

Byrjunarlið Íslands:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Alfons Sampsted
3. Davíð Kristján Ólafsson
4. Alex Þór Hauksson
5. Ari Leifsson
9. Sveinn Aron Guðjohnsen
11. Gísli Eyjólfsson
14. Damir Muminovic
20. Viktor Karl Einarsson
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Höskuldur Gunnlaugsson

Ísland og Suður-Kórea hafa ekki áður mæst í A-landsliðum karla. Kóreska liðið er í 33. sæti á styrkleikalista FIFA og er öflugur andstæðingur sem áhugavert verður fyrir íslenska liðið að takast á við.

Leikurinn fer fram í Belek í Tyrklandi þar sem Ísland hefur verið í æfingabúðum undanfarna daga.

Arnar Þór Viðarsson hefur opinberað byrjunarliðið. Damir Muminovic er í vörninni en þessi 31 árs leikmaður Breiðabliks er að spila sinn fyrsta landsleik.

Hann er einn af fjórum núverandi leikmönnum Blika sem byrja leikinn en Viktor Karl Einarsson, Gísli Eyjólfsson og Höskuldur Gunnlaugsson eru allir í byrjunarliðinu.

Hákon Rafn Valdimarsson er í markinu og Arnór Ingvi Traustason er áfram með fyrirliðabandið. Jón Daði Böðvarsson, sem skoraði gegn Úganda, byrjar á bekknum.

Leikur Íslands og Suður-Kóreu er í beinni textalýsingu



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner