Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool skoðar aftur að fá Alvarez
Mynd: EPA
Liverpool hefur haft mikinn áhuga á Julian Alvarez, sóknarmanni Atletico Madrid, í dágóðan tíma.

Talið er að félagið sé búið að fylgjast grant með honum síðan hann spilaði með River Plate í Argentínu áður en hann gekk til liðs við Man City.

Þá reyndi Liverpool við hann síðasta sumar en City vildi fá Luis Diaz í staðinn en Liverpool var ekki tilbúið að láta Díaz fara nema fyrir rétt verð.

Hann gekk að lokum til Atletico fyrir rúmlega 80 milljónir punda.

Liverpool hefur enn mikinn áhuga á honum en talið er að liðið þurfi að punga út um 100 milljónum punda til að festa kaup á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner