þri 15. júní 2021 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo fyrstur í sögunni til að spila á fimm Evrópumótum
Verður markahæstur með marki í dag
Mynd: EPA
Hinn 36 ára gamli Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem heimsækir Ungverjaland í fyrstu umferð Evrópumótsins í ár.

Portúgal hefur því titilvörnina á útivelli, fyrir framan troðfullan Puskas Arena sem kemur rúmlega 60 þúsund manns í sæti.

Ronaldo verður þar með fyrsti leikmaður knattspyrnusögunnar til að spila á fimm mismunandi Evrópumótum, en hann spilaði í fyrsta sinn á EM árið 2004 þegar Portúgal tapaði úrslitaleiknum gegn Grikklandi.

Titilvörn Portúgala verður erfið í ár þar sem liðið endaði í riðli með Þjóðverjum og Frökkum.

Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu Evrópumótsins ásamt Frakkanum Michel Platini. Þeir eru báðir búnir að skora 9 mörk og getur Ronaldo eignað sér toppsætið með marki í dag.

Antoine Griezmann er fjórði markahæstur í sögu EM með 6 mörk. Það er jafn mikið og Thierry Henry, Ruud van Nistelrooy og Zlatan Ibrahimovic hafa skorað á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner