Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Býr yfir óraunverulegum hraða - „Geðveikt að vera með Mikael í liði"
Mikael átti góða innkomu gegn Portúgal í nóvember.
Mikael átti góða innkomu gegn Portúgal í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu fyrr í þessum mánuði.
Á landsliðsæfingu fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fáir Íslendingar hafa séð mikið af Mikael Agli Ellertssyni. Hann hefur verið í landsliðshópnum undanfarin ár og spilaði ekki nema hálft tímabil með meistaraflokki Fram áður en hann hélt til Ítalíu í atvinnumennsku.

Hann er 22 ára miðjumaður sem á að baki 15 A-landsleiki. Hann hefur verið á Ítalíu í sex ár.

Bjarki Steinn Bjarkason er liðsfélagi Mikaels.

„Það er geðveikt að vera með Mikael í liði. Það hjálpar alltaf að vera með Íslending í liðinu og við náum mjög vel saman. Hann er góður vinur mig og hjálpar mér mjög mikið."

„Hann er hrikalega snöggur og kraftmikill leikmaður. Hann getur sprengt upp leiki með óraunverulegum hraða. Það er hans helsti styrkleiki."


Horfa saman á Meistaradeildina og spila golf
Óttar Magnús Karlsson var á láni hjá Vis Pesaro í C-deildinni í vetur. Hann er samningsbundinn Venezia fram á sumarið 2025. Hilmir Rafn Mikaelsson er á láni hjá Kristiansund í Noregi og verður þar út árið. Hann er samningsbundinn Venezia fram á sumarið 2027.

„Við Íslendingarnir erum mikið saman, horfum saman á Meistaradeildarleiki í miðri viku og þegar það eru frídagar förum við í golf. Við reynum að gera gott úr þessu, það er ekki leiðinlegt að búa á Ítalíu þegar veðrið er gott, maður verður að nýta það," sagði Bjarki Steinn.
Athugasemdir
banner
banner