Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   lau 15. júní 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spalletti með mjög strangar reglur
Mynd: EPA

Luciano Spalletti þjálfari ítalska landsliðsins er með mjög strangar reglur fyrir hópinn á EM sem fram fer í Þýskalandi.


Ítalía er ríkjandi meistari eftir sigur á Englandi eftir vítaspyrnukeppni á EM 2020.

Reglurnar sem Spalletti er með eru m.a. að bannað er að spila PlayStation og bannað að nota heyrnartól.

Þessi tæki og tól virðast hafa haft lítil áhrif á Andrea Pirlo fyrrum landsliðsmann Ítalíu en hann sagði frá athyglisverðri hegðun sinni áður en hann varð heimsmeistari með liðinu árið 2006.

„Ég finn ekki fyrir pressu. Ég eyddi eftirmiðdeginum þann 9. júlí 2006 í að sofa og spila PlayStation. Um kvöldið fór ég og vann HM," sagði Pirlo.


Athugasemdir
banner
banner