Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 15. ágúst 2024 10:45
Elvar Geir Magnússon
Damir framlengdi við Breiðablik (Staðfest)
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út næsta tímabil.

Damir er 34 ára og hefur spilað 381 mótsleiki og skorað 17 mörk með meistaraflokki Breiðabliks frá því að hann kom til félagsins árið 2014. Aðeins Andri Rafn Yeoman hefur spilað fleiri leiki í Breiðablikstreyjunni en Damir Muminovic.

„Damir er stór hlekkur í Blikafjölskyldunni og mikið fagnaðarefni að við fáum að njóta krafta hans áfram!" segir í tilkynningu Breiðabliks.

Framtíð Damirs hjá Breiðabliki var í óvissu eftir að hann sagði frá því í viðtali í júní að engar viðræður hefðu átt sér stað við Blika um framlengingu á samningi sínum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner