Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   þri 15. október 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool á eftir vonarstjörnu Serba
Samkvæmt Sky í Þýskalandi er Liverpool á eftir Andrija Maksimovic, ungum Serba.

Maksimovic varð á dögunum næst yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila fyrir serbneska A-landsliðið. Hann er einungis 17 ára gamall.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur heillað með frammistöðu sinni fyrir Rauðu stjörnuna í Serbíu.

Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund í Þýskalandi, Juventus á Ítalíu og Englandsmeistara Manchester City. En mögulega verður hann fyrsti leikmaðurinn sem kemur til Liverpool eftir að Arne Slot tók við stjórnartaumunum.

Maksimovic er gríðarlega spennandi en þjálfari hans hefur líkt honum við Lionel Messi.
Athugasemdir
banner