Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 15. nóvember 2019 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van der Sar framlengir við Ajax
Tveir fyrrum leikmenn Manchester United ræða málin.
Tveir fyrrum leikmenn Manchester United ræða málin.
Mynd: Getty Images
Edwin van der Sar hefur skrifað undir nýjan samning við Ajax til 2023. Hann er framkvæmdastjóri hjá hollensku meisturunum.

„Mjög ánægður með að hafa framlengt samning minn hjá þessu fallega félagi. Ég byrjaði sem markvörður árið 1991, og varð framkvæmdastjóri fyrir þremur árum," skrifaði Van der Sar á Twitter.

Van der Sar hefur verið orðaður við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá sínu gamla félagi, Manchester United.

Van der Sar spilaði með Manchester United í sex ár og varð fjórum sinnum Englandsmeistari, auk þess sem hann vann Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Síðan hann kom aftur til Ajax hefur gengið mjög vel og var síðasta tímabil stórkostlegt hjá hollenska félaginu. Heima fyrir varð Ajax meistari og bikarmeistari, og í Meistaradeildinni komst liðið hársbreidd frá úrslitaleiknum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner