Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 15. nóvember 2020 13:05
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Nielsen í óvenjulegri stöðu - Vermdi varamannabekk Færeyja
Gunnar Nielsen, markvörður FH.
Gunnar Nielsen, markvörður FH.
Mynd: Hulda Margrét
Færeyska landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Lettlandi í Þjóðadeildinni í gær. Athygli vakti að Gunnar Nielsen, markvörður FH, vermdi varamannabekkinn í leiknum.

Gunnar hefur hingað til verið ósnertanlegur í marki Færeyja en í fyrsta sinn var Teitur Gestsson valinn fram yfir Gunnar þó hann hafi verið leikfær.

Gunnar hefur misst af síðustu landsleikjum vegna reglna um sóttkví þegar ferðast er milli landa. Þá er talsvert síðan hann spilaði síðast með FH enda var Íslandsmótinu slaufað eins og lesendur vita.

Teitur er markvörður HB sem varð Færeyjameistari á dögunum en Teitur var besti markvörður Betri-deildarinnar í Færeyjum og á stóran þátt í velgengninni.

Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmaður Vals, var líka ónotaður varamaður í leiknum.

Færeyjar leika gegn Möltu á útivelli í lokaumferð riðils 1 í D-deild Þjóðadeildarinnar. Um er að ræða úrslitaleik um efsta sæti riðilsins en Færeyjum dugir að gera jafntefli til að tryggja sér toppsætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner