Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 15. nóvember 2021 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttar Bjarni mættur heim í Breiðholtið
Óttar Bjarni
Óttar Bjarni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson er á leið heim í Leikni og verður hann tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins annað hvort seinna í dag eða á morgun.

Þetta staðfesti þjálfari Leiknis, Sigurður Höskuldsson, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Óttar Bjarni var fyrirliði ÍA í sumar en samningur hans rann út eftir að tímabilinu lauk.

Óttar er 31 árs varnarmaður sem er uppalinn hjá Leikni og lék í meistaraflokki í Breiðholti frá árinu 2008-2016. Þá hélt hann í Stjörnuna og var þar í tvö tímabil áður en hann samdi við ÍA.

Óttar lék 21 leik með ÍA í sumar þegar liðið endaði í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Það var Hrafnkell Freyr Ágústsson sem vakti athygli á því í síðustu viku í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Óttar væri á leið í Leikni.
Athugasemdir
banner
banner
banner