Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mið 15. nóvember 2023 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Casemiro á förum? - Fjögur félög berjast um Andre
Powerade
Þá er komið að slúðri dagsins en þetta eru helstu sögurnar sem eru í gangi núna í morgunsárið í erlendum fjölmiðlum.

Manchester United mun íhuga tilboð í miðjumanninn Casemiro (31) en félög í Sádi-Arabíu eru að sýna honum áhuga. (Talksport)

Það er ólíklegt að Chelsea muni gera tilboð í Victor Osimhen (24), sóknarmann Napoli, í janúarglugganum. (Football London)

Osimhen er sagður opinn fyrir því að fara til Chelsea en Lundúnafélagið þarf að bíða þangað til næsta sumar eftir því að geta keypt hann. (Standard)

Jean-Clair Todibo (23), miðvörður Nice og franska landsliðsins, er efstur á óskalista Manchester United fyrir janúargluggann. (Football Transfers)

Juventus hafði samband við Man Utd í síðustu viku með það fyrir augum að fá Jadon Sancho (23) á láni. (Mail)

Manchester United og Tottenham ætla að berjast við Arsenal og Liverpool um Andre (22), miðjumann Fluminense í Brasilíu. (90min)

Barcelona hefur sett 70 milljón evra verðmiða á kantmanninn Raphinha (26). (Football Transfers)

Arsenal hefur fengið skilaboð þess efnis að Ruben Neves (26), miðjumaður Al-Hilal í Sádi-Arabíu, sé fáanlegur í janúar. (90min)

Arsenal mun reyna að fá Douglas Luiz (25), miðjumann Aston Villa, þegar glugginn opnar. (Mirror)

Joao Palhinha (28), miðjumaður Fulham, segir að mislukkuð skipti sín til Bayern München síðasta sumar hafi haft mikil áhrif á sig. (Mail)

Newcastle mun reyna að fá sóknarmanninn Serhou Guirassy (27) í janúar en hann hefur raðað inn mörkum í Þýskalandi á tímabilinu og er næst markahæstur á eftir Harry Kane. (Chronicle)

Jorginho (31), miðjumaður Arsenal, ætlar að snúa aftur heim til Ítalíu áður en ferlinum lýkur. (Metro)

Leeds ætlar að hefja samningaviðræður við miðjumanninn Archie Gray (17) fljótlega en hann er undir smásjá Liverpool. (Football Insider)

Charlton og Leyton Orient hafa áhuga á því að fá sóknarmanninn Jamie Donley (18) á láni frá Tottenham. (Teamtalk)

Harry Kane (30) er með ákvæði í samningi sínum hjá Bayern að hann fái 250 þúsund evrur í bónus ef hann skorar 40 mörk í öllum keppnum á tímabilinu. (Sport Bild)

Barcelona vill ganga frá því að Joao Felix (24) komi alfarið yfir eftir að hafa verið á láni frá Atletico Madrid hingað til á tímabilinu. (Sport)

Emil Forsberg (32), miðjumaður Leipzig í Þýskalandi, hefur samþykkt að fara til New York Red Bulls í Bandaríkjunum í janúar. (Fabrizio Romano)

Leon Cooperman, milljarðarmæringur frá Bandaríkjunum, hefur keypt hlutabréf í Manchester United fyrir 13,5 milljónir punda. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner