Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   sun 15. desember 2019 19:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Wolfsburg lagði Gladbach og góður sigur Schalke
Sandra María í liði Leverkusen - Rúrik á bekknum
Tveir leikir fóru fram í þýsku Bundesliga í dag. Þá lék Sandhausen í næstefstu deild og Bayer Leverkusen í þýsku kvenna Bundesliga.

Við byrjum umfjöllunina í Wolfsburg þar sem toppliðið fyrir umferðina, Gladbach, kom í heimsókn. Xaver Schlager kom heimamönnum yfir á 13. mínútu en Breel Embolo jafnaði fyrir gestina tveimur mínútum seinna.

Á fyrstu mínútu uppbótartíma skoraði Maximilian Arnold sigurmark leiksins og tryggði heimamönnum þrjú stig. Gladbach er nú tveimur stigum á eftir Leipzig.

Í seinni leik dagsins í Bundeslígunni lagði Schalke lið Frankfurt að velli á heimavelli. Benito Raman skoraði eina mark leiks snemma í seinni hálfleik. Á 66. mínútu fékk Alexander Nubel að líta beint rautt spjald hjá Schalke. Frankfurt náði ekki að nýta sér liðsmuninn og Schalke því í Meistaradeildarsæti eftir leiki dagsins.

Í þýsku fyrstu deildinni var Rúrik Gíslason aftur kominn í leikmannahóp Sandhausen eftir að hafa verið utan hóps í síðustu umferð. Sandhausen gerði 1-1 jafntefli við HSV. Rúrik hefur ekki spilað mínútu af síðustu 270 mínútum hjá Sandhausen, í tvígang setið allan tímann á varamannabekknum.

Hjá Bayer Leverkusen lék Sandra María Jessen allan leikinn þegar liðið heimsótti Freiburg í kvenna Bundesliga í dag. Leikurinn endaði 1-1 og er Leverkusen í 9. sæti með þrettán stig eftir þrettán umferðir, sex stigum fyrir ofan fallsæti.

Wolfsburg 2 - 1 Borussia M.
1-0 Xaver Schlager ('13 )
1-1 Breel Embolo ('15 )
2-1 Maximilian Arnold ('90 )

Schalke 04 1 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Benito Raman ('53 )
Rautt spjald: Alexander Nubel, Schalke 04 ('66)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
5 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
6 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
7 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
8 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
9 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
10 Augsburg 2 1 0 1 5 4 +1 3
11 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
12 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
13 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
14 Gladbach 2 0 1 1 0 1 -1 1
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Werder 2 0 1 1 4 7 -3 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir