Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 16. janúar 2021 18:45
Ívan Guðjón Baldursson
Bielsa hefur áhyggjur eftir þrjú töp í röð
Marcelo Bielsa var svekktur eftir tap Leeds United gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liðin mættust á Elland Road og úr varð jafn leikur sem einkenndist af mikilli baráttu þar sem Leeds hélt boltanum en gestirnir frá Brighton vörðust vel. Þetta var þriðja tap Leeds í röð eftir óvænt tap gegn Crawley í bikarnum og er liðið í neðri hluta úrvalsdeildarinnar sem stendur.

„Við vörðumst ekki nægilega vel í dag og sóknarleikurinn var ekki flæðandi eins og hann á að vera. Þetta tvennt varð til þess að við áttum slaka frammistöðu og töpuðum leiknum. Við áttum að fá meira úr þessum leik miðað við hvernig hann spilaðist," sagði Bielsa.

„Ég hef áhyggjur því við erum búnir að tapa þremur leikjum í röð, allt leikir sem hefðu getað farið öðruvísi. Ég hafði ekki áhyggjur eftir tapið gegn Tottenham en ég hef þær núna eftir bikarinn og tapið í dag."

Bielsa var að lokum spurður hvort markvörðurinn Illan Meslier, sem var ekki í hópi í dag, væri með Covid. Kiko Casilla tók stöðu hans á milli stanganna.

„Hann er veikur. Þið ættuð ekki að spyrja þessarar spurningar."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner