Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. janúar 2022 15:17
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Bissouma fiskaði og fékk á sig víti í jafntefli
Yves Bissouma fiskaði víti áður en hann fékk á sig víti ellefu mínútum síðar
Yves Bissouma fiskaði víti áður en hann fékk á sig víti ellefu mínútum síðar
Mynd: Getty Images
Gambia 1 - 1 Mali
0-1 Ibrahima Kone ('79 , víti)
1-1 Musa Barrow ('90 , víti)

Gambía og Malí skiptu stigunum á milli sín í F-riðli Afríkukeppninnar í dag, 1-1. Lokamínúturnar voru æsispennandi.

Malí bar höfuð og herðar yfir Gambíu í leiknum og var alltaf líklegra liðið til að skora.

Markið skilaði sér á 79. mínútu eftir að Ebou Adams braut á Yves Bissouma innan teigs. VAR staðfesti vítaspyrnudóminn og skoraði Ibrahima Kone úr spyrnunni.

Aðeins ellefu mínútum síðar breyttist Bissouma úr hetju í skúrk er hann handlék knöttinn innan teigs. Musa Barrow skoraði og tryggði Gambíu stig.

Þetta eru ágætis úrslit fyrir bæði lið en þau eru bæði með 4 stig á meðan Túnis og Máritanía eru án stiga. Þau mætast klukkan 16:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner