Þorri Stefán Þorbjörnsson var í síðustu viku á reynslu hjá sænsku meisturunum í Häcken. Hann æfði þar bæði með U19 liði félagsins sem og með aðalliðinu.
Þorri er skráður í FH en er ekki með skráðan KSÍ samning við félagið. Hann er FH-ingur í dag en hafði þar til í fyrra leikið með Fram í yngri flokkunum.
Hann er fæddur árið 2006 og spilar sem miðvörður.
Þorri er skráður í FH en er ekki með skráðan KSÍ samning við félagið. Hann er FH-ingur í dag en hafði þar til í fyrra leikið með Fram í yngri flokkunum.
Hann er fæddur árið 2006 og spilar sem miðvörður.
Hann lék með 2. flokki FH í fyrra og á að baki alls níu leiki fyrir U16 og U17 landsliðin, allir komu þeir á síðasta ári.
Hann var í byrjunarliði U17 landsliðsins í öllum þremur leikjum liðsins í undankeppni EM í október síðastliðnum.
Valgeir Lunddal Friðriksson er leikmaður aðalliðs Häcken og var lykilmaður í því að liðið vann sinn fyrsta meistaratitil í sögunni.
Athugasemdir