Það er útlit fyrir að Víkingur muni fá tilboð í Ara Sigurpálsson en fjölmörg félög, í Skandinavíu og víðar, hafa sýnt honum áhuga samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.
Ari er 21 árs og hefur leikið virkilega vel með Víkingi, meðal annars í Sambandsdeildinni þar sem augu margra hafa verið á honum.
Ari er 21 árs og hefur leikið virkilega vel með Víkingi, meðal annars í Sambandsdeildinni þar sem augu margra hafa verið á honum.
Ari fór ekki leynt með það í viðtali í desember að hugurinn leitar út, hann telur að þetta sé góður tímapunktur.
„Ég hef verið þrjú tímabil í Víking og það fyrsta var rosalega gott hjá mér persónulega. Við unnum bikarinn og svo er ég búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn og annan bikarmeiseistaratitilinn, komumst áfram í Evrópu. Mér finnst svolítið eins og ég þurfi að taka sénsinn á því að fara út núna eftir þetta tímabil. Ég held að það sé gott fyrir minn feril," sagði Ari.
Athugasemdir