Orri Steinn Óskarsson byrjaði á bekknum þegar Real Sociedad fékk Rayo Vallecano í heimsókn í spænska konungsbikarnum í kvöld.
Mikel Oyarzabal var í fremstu víglínu en hann kom liðinu yfir. Hann lagði síðan upp annað marrk liðsins á Jon Andre Olasagasti sem skoraði með skoti af löngu færi.
Oscar Trejo náði að minnka muninn með marki úr vítaspyrnu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Sergio Gomes innsiglaði sigur Sociedad en þá var liðið orðið manni fleiri eftir að Pacha, varnarmaður Vallecano var rekinn af velli. Orri Steinn kom inn á fyrir Oyarzabal þegar innan við tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Osasuna sló Athletic Bilbao úr leik en Ante Budimir skoraði tvennu. Liðið náði tveggja marka forystu en Bilbao tókst að jafna metin áður en Budimir trygggði Osasuna sigurinn. Sociedad og Osasuna eru því komin áfram í átta liða úrslitin.
Real Madrid og Celta Vigo mætast í síðasta leik 16 liða úrsliitanna í kvöld.
Athletic 2 - 3 Osasuna
0-1 Aimar Oroz ('40 )
0-2 Ante Budimir ('44 , víti)
1-2 Nico Williams ('45 )
2-2 Oscar de Marcos ('55 )
2-3 Ante Budimir ('70 )
Real Sociedad 3 - 1 Rayo Vallecano
1-0 Mikel Oyarzabal ('23 )
2-0 Jon Ander Olasagasti ('45 )
2-1 Oscar Trejo ('45 , víti)
3-1 Sergio Gomez ('79 )
Rautt spjald: Alfonso Espino, Rayo Vallecano ('77)