Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Arne Slot: Þreyttir andlega og líkamlega
Mynd: EPA
Arne Slot þjálfari Liverpool svaraði spurningum eftir nauman 2-1 sigur á heimavelli gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool komst í tveggja marka forystu en Úlfarnir voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik og tókst að minnka muninn, en þó ekki að jafna.

„Þetta var mjög erfiður seinni hálfleikur fyrir okkur því við skoruðum ólöglegt mark og vildum svo fá vítaspyrnu sem var ekki. Strákarnir gerðu vel í því að halda haus og að halda út gegn erfiðum andstæðingum. Úlfarnir urðu betri og betri því meira sem leið á leikinn á meðan við urðum verri og verri. Við þurftum að verjast með kjafti og klóm til að sigla þessu í land," sagði Slot að leikslokum.

„Við höfum átt marga frábæra leiki á þessu tímabili og ef við viljum keppast um titilinn þá þurfum við að vinna þessa erfiðu leiki eins og í dag. Við vorum ekki uppá okkar besta en náðum að halda forystunni. Þetta var svipað á miðvikudaginn nema að þá tókst okkur ekki að halda út gegn Everton.

„Ef við viljum vinna titla þá verðum við að verjast vel og af öllu hjarta. Við gerðum það í dag. Þetta er virkilega dýrmætur sigur fyrir okkur, við erum ennþá sjö stigum fyrir ofan Arsenal."


Það hefur verið gífurlega mikið leikjaálag á Liverpool síðustu vikur og hafa leikmenn liðsins verið að sýna þreytumerki. Þetta var fimmti keppnisleikur Liverpool í febrúar og sá þrettándi á árinu.

„Það er aldrei leikplanið að mæta til leiks og skapa lítið af færum. Þegar tók að líða á seinni hálfleikinn töldum við gáfulegra að einbeita okkur að varnarleiknum og það virkaði.

„Ég sá í fyrsta sinn á tímabilinu að leikmennirnir voru orðnir þreyttari en vanalega, bæði andlega og líkamlega."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 7 1 62 26 +36 61
2 Arsenal 25 15 8 2 51 22 +29 53
3 Nott. Forest 25 14 5 6 41 29 +12 47
4 Man City 25 13 5 7 52 35 +17 44
5 Bournemouth 25 12 7 6 44 29 +15 43
6 Chelsea 25 12 7 6 47 34 +13 43
7 Newcastle 25 12 5 8 42 33 +9 41
8 Fulham 25 10 9 6 38 33 +5 39
9 Aston Villa 26 10 9 7 37 40 -3 39
10 Brighton 25 9 10 6 38 38 0 37
11 Brentford 25 10 4 11 43 42 +1 34
12 Tottenham 25 9 3 13 49 37 +12 30
13 Crystal Palace 25 7 9 9 29 32 -3 30
14 Everton 25 7 9 9 27 31 -4 30
15 Man Utd 25 8 5 12 28 35 -7 29
16 West Ham 25 7 6 12 29 47 -18 27
17 Wolves 25 5 4 16 35 54 -19 19
18 Ipswich Town 25 3 8 14 23 50 -27 17
19 Leicester 25 4 5 16 25 55 -30 17
20 Southampton 25 2 3 20 19 57 -38 9
Athugasemdir
banner
banner
banner