Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   sun 16. mars 2025 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno svarar gagnrýni Keane - „Ber mikla virðingu fyrir honum"
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Man Utd, svaraði gagnrýni Roy Keane, fyrrum fyrirliða liðsins eftir sigur United á Leicester í kvöld.

Keane sagði að Fernandes væri ekki nógu góður fyrirliði.

„Hæfileikar eru ekki nóg. Bruno er með hæfileika en það er ekki nóg. Tony Adams var bardagamaður. Þú þarft að setja fordæmi fyrir yngri leikmenn. Þeir geta allir sett boltann í samskeytin af löngu færi en það þarf mann sem fær menn til að berjast," sagði Keane.

„Það er ekki gaman að heyra slæma hluti um sig. Enginn hefur gaman af því en á sama tíma hvetur það mig áfram og lætur mig líða eins og fólki finnst ég þurfa að bæta mikið," sagði Fernandes.

„Ég veit að þú ert að tala um Roy Keane. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann var einn besti fyrirliði og leikmaður félagsins. Hann vann allt. Ég verð að bera virðingu fyrir þessum hugmyndum sem hann hefur um mig sem leikmann og fyrirliða."

„Ég geri hlutina á minn hátt til að reyna vera bestur, ekki bara sem fyrirliði heldur manneskja og liðsfélagi. Ég geri það daglega, ég reyni að sýna fordæmi í öllu sem ég geri, á æfingum og á vellinum," sagði Fernandes að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner