De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 28. febrúar 2025 12:58
Elvar Geir Magnússon
Keane pirraður á Bruno og segir hann engan fyrirliða
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: EPA
Roy Keane var heitt í hamsi.
Roy Keane var heitt í hamsi.
Mynd: EPA
Roy Keane var heitt í hamsi þegar hann ræddi um Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, í nýjasta þættinum af The Overlap.

Keane segir að Bruno sé ekki með það sem þarf til að vera fyrirliði United. Hann segir að þó hæfileikar Portúgalans séu ótvíræðir þá sé það ekki nóg. Keane kallar Bruno falskan þar sem hann sé að „svindla“ í varnarleiknum og ekki að leggja sig allan fram.

„Hættum að hugsa um stjórnina og allt það í smástund. Leikmennirnir sem spila leikinn. Á einhverjum tímapunkti þurfa þeir að líta í spegil. Þegar þú ferð út á völlinn þarftu að sýna hugrekki og vilja boltann. Þegar þú lokar á andstæðing þarftu að gera það almennilega en ekki þykjast vera að gera það. Þá ertu bara falskur," segir Keane.

Bruno Fernandes hefur verið formlega fyrirliði Manchester United síðan í júlí 2023 en þá tók Erik ten Hag fyrirliðabandið af Harry Maguire og lét Bruno fá það.

„Hæfileikar eru ekki nóg. Bruno er með hæfileika en það er ekki nóg. Tony Adams var bardagamaður. Þú þarft að setja fordæmi fyrir yngri leikmenn. Þeir geta allir sett boltann í samskeytin af löngu færi en það þarf mann sem fær menn til að berjast."

Bruno hefur oft fengið gagnrýni fyrir neikvæða líkamstjáningu og Keane hefur oft látið hann heyra það svo þessi nýjustu ummæli eru ekki eitthvað sem koma á óvart.


Enski boltinn - Þetta er búið
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner