Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   sun 16. mars 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe nálgast Cristiano Ronaldo og Van Nistelrooy
Mynd: EPA
Kylian Mbappe hefur fundið sig hjá Real Madrid eftir erfiða byrjun.

Mbappe gekk tiil liðs við Real Madrid frá PSG síðasta sumar en hann fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með liðinu í upphafi tímabilsins.

Hann hefur fundið markaskóna og hefur skorað 31 mark í öllum keppnum.

Hann fór upp fyrir brasilíska Ronaldo yfir flest mörk á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid en Ronaldo skoraði 30 mörk. Cristiano Ronaldo og Ruud van Nistelrooy eru fyrir ofan hann en þeir skoruðu báðir 33 mörk á sínu fyrsta tímabili.

Ivan Zamorano, framherji frá Chile, skoraði flest mörk á sínu fyrsta tímabili með spænska liðinu. Hann skoraði 37 mörk tímabilið 1992/93
Athugasemdir
banner
banner
banner