Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 20:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Mbappe kom Real Madrid til bjargar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kylian Mbappe var hetja Real Madrid þegar liðið vann nauman sigur á Villarrreal í spænsku deildinni í kvöld.

Juan Foyth kom Villarreal yfir snemma leiks þegar boltinn datt fyrir hann inn á markteignum efitr hornspyrnu.

Mbappe jafnaði metin þegar hann fylgdi eftir tilraun frá Brahim Diaz af stuttu færi. Hann skoraði síðan sigurmarkið stuttu síðar með föstu skoti við vítateigslínuna.

Mbappe hefur skorað 31 mark fyrir Real Madrid en hann er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna árangur Cristiano Ronaldo og Ruud van NIstelrooy sem skoruðu 33 mörk á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.

Real Madrid skaust á toppinn með sigrinum en Barcelona er þremur stigum á eftir og á tvo leiki til góða.

Valladolid 0 - 1 Celta
0-1 Marcos Alonso ('83 , víti)

Villarreal 1 - 2 Real Madrid
1-0 Juan Foyth ('7 )
1-1 Kylian Mbappe ('17 )
1-2 Kylian Mbappe ('23 )

Mallorca 2 - 1 Espanyol
0-1 Vedat Muriqi ('53 , sjálfsmark)
0-1 Vedat Muriqi ('62 , Misnotað víti)
1-1 Takuma Asano ('65 )
2-1 Vedat Muriqi ('90 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner