Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 16. maí 2021 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúleg byrjun í úrslitaleiknum - „Chelsea hefur engin svör"
Mynd: EPA
Núna er í gangi úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í Gautaborg í Svíþjóð.

Fyrstu 20 mínútur leiksins hafa verið með ólíkindum því Barcelona er nú þegar komið 3-0 yfir.

Það er bara eins og lið Chelsea hafi ekki mætt til leiks. Chelsea lenti undir strax á fyrstu mínútur með ótrúlega klaufalegu sjálfsmarki. Fran Kirby ætlaði að hreinsa en setti boltann Melanie Leupolz og þaðan fór boltinn í markið.

Á tólftu mínútu fékk Barcelona vítaspyrnu, frekar 'soft' vítaspyrnu en dómarinn dæmdi og Alexia Putellas skoraði.

Svo skoraði Aitiana Bonmati þriðja markið á 20. mínútu. „Chelsea hefur engin svör," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í útsendingu Stöð 2 Sport 2. Helena Ólafsdóttir og Margrét Lára lýsa leiknum.

Barcelona hefur unnið alla 26 deildarleiki sína á tímabilinu á Spáni. Þær eru rosalega góðar.

Sjá einnig:
Barcelona er 18-0 og ætlar að steypa Söru og stöllum af stóli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner